Um Okkur

Korriró er netverslun og heildsala í Reykjanesbæ sem er rekin af þeim Antoni, Bjarka og Unu.

Með ástríðu fyrir gæðum og fallegri hönnun og bakgrunn úr þjónustustörfum vildum við sameina þetta tvennt og gera upplifun fólks að versla á netinu einstaka og persónulega. Vörurnar okkar eru allar valdar af mikilli kostgæfni, við leggjum áherslu á sjálfbærni og umhverfisvitund og ber vöruúrvalið okkar merki um það. Sömuleiðis skiptir það okkur öllu máli að veita framúrskarandi og snögga þjónustu.

Pantanirnar eru afhentar með Dropp og Póstinum. Viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ, Hveragerði og Selfossi fá sendinguna afhenta sama dag. Landsbyggðinni er ekki hægt að tryggja samdægurs sendingu en allar pantanir eru þó afgreiddar og sendar samdægurs með Dropp og ætti afhending að taka 1-2 virka daga. Við gerum þó ekki upp á milli landshluta og eru allar sendingar með Dropp á verði Höfuðborgarsvæðis, hvert á land sem er.

Upplifun þín skiptir okkur mestu máli og þér er alltaf velkomið að senda okkur email á [email protected], heyra í okkur í síma 792 0202 eða hafa samband í gegnum samfélagsmiðlana okkar @korriroiceland.

 

Takk fyrir að versla hjá okkur.

Anton, Bjarki og Una.

Fylgið okkur á Instagram