STUCKIES® sundskórnir eru hannaðir til að vernda litla fætur fyrir UV sólargeislum með UPF 50+vörn. Fullkomnir til að nota í kringum sundlaugarnar, í sturtunni og á steinum til að forðast meiðsli á sleipum svæðum. Skórnir eru einnig góðir að grípa með á ströndina til að geta gengið á heitum sandinum. Á skónnum eru smellur til að geyma saman.
Gott að hafa í huga að mæla fótstærð barns og velja þannig rétta skóstærð. Mælum með að taka frekar stærri stærð en minni.
STUCKIES® leggur áherslu á gæði og góða hönnun og stuðlar að minni neyslu með vörum sem endast vel og haldast á sínum stað. Allar vörur eru vottaðar samkvæmt STANDARD 100 by OEKO-TEX® – einni þekktustu vottun heims fyrir vefnaðarvöru sem prófuð er fyrir skaðlegum efnum. Allir þræðir í sundfötunum hafa verið prófaðir með tilliti til skaðlegra efna og vörurnar frá STUCKIES® því skaðlausar fyrir heilsu manna.
Stærðir:
18/20 / 12.5 cm
21/23 / 14.5 cm
24/26 / 16.5 cm
27/29 / 18.5 cm