Umhverfisvænar vörur fyrir þig

 

 

Hvernig getum við haft góð áhrif á umhverfið?

Umhverfið kemur okkur öllum við, sérstaklega komandi kynslóðum.

Breytingar þurfa ekki að vera flóknar eða umfangsmiklar, stundum er einfaldlega nóg að velja betur.
Við þurfum aðeins að breyta 25% af hversdagslegum venjum okkar til þess að hafa mikil áhrif. 25% er allt sem við þurfum.

Litlar breytingar skipta miklu máli.

Verum partur af þessum 25%.

Verum ábyrg og veljum betur.

Fyrir okkur öll.

 

Kintobe

Kintobe hefur verið byggt á þeirri skoðun að kærleiki og góðvild er svarið, ekki bara við jörðina og umhverfið heldur einnig við náungann.

Kintobe er látlaust í leit að nýjum efnivið og aðferðum sem eru bæði varanlegar og ábyrgar.

Töskurnar eru framleiddar í Vietnam, í ISO vottuðum verksmiðjum sem eru reglulega skoðaðar af Fair Wear Foundation.

Kinfill

Leiðarljós Kinfill er að bjóða upp á afkastamikil hreinsiefni án allra sterkra efna. Hver hreinsir er stútfullur af ábyrgum, eiturefnalausum hreinsiefnum með náttúrulegum ilmkjarnaolíum – svo þú getur verið viss um að þrifin séu áhrifarík, örugg og notaleg í alla staði.

Steamery

Að breyta þvottavenjum er góð byrjun í átt að betra umhverfi.
Það að þvo sjaldnar sparar bæði vatn og orku og fer betur með fötin okkar sem gerir það að verkum að fötin haldast lengur heil.

Færri þvottavélar á dag koma skapinu í lag

Gufa drepur bakteríur, minnkar lykt og hressir upp á flíkur.
Sum efni eru viðkvæm fyrir hefðbundnum þvottavenjum og þá er gufa frábær kostur, t.d. á ull, silki og fl.
Ef fatnaður er ekki sjáanlega skítugur eða lyktar illa, þá þarf líklegast ekki að þvo hann.
Fatasprey er líka einfalt og fljótlegt í notkun og getur lengt tíma á milli þvotta til muna

Þvottaefnin frá Steamery fara betur með fötin og lengja líftíma þeirra.
Það þarf svo lítið af því fyrir heila vél.

Combekk

Fyrsta vörumerkið í heiminum til að framleiða sjálbær eldunaráhöld úr endurunnum afurðum.
Allar vörurnar eru hannaðar á vinnustofu COMBEKK í Hollandi með gríðarlegri ástríðu fyrir matreiðslu og umhyggju fyrir jörðinni.
Combekk leggur áherslu á að framleiða hágæða eldunaráhöld án allra eiturefna á borð við PFOA og PFAS en á sama tíma lágmarka áhrif þeirra á umhverfið.

HAAN ready

HAAN Ready er ungt framsækið fyrirtæki sem framleiðir hágæða vörur í sátt við náttúruna.

Vatn er lífsnauðsynlegt. Fyrir okkur öll.
20% af öllum hagnaði HAAN Ready er notaður til uppbyggingar á vatnsbrunnum í þróunarlöndum og styrkja þannig hreina vatnsupptöku fyrir fólk sem á því þarf að halda.

Vörurnar eru áfyllanlegar, 96% náttúrulegur uppruni, vegan, án skaðlegra efna, stuðla að heilbrigðri bakteríuflóru.